Föstudagur, nóvember 14, 2025
target="_blank"
HeimFréttirMyndasyrpa úr Flensborgarhlaupinu

Myndasyrpa úr Flensborgarhlaupinu

Hægt er að kaupa myndir og styrkja Píetasamtökin

Flensborgarhlaupið var haldið í 13. sinn í dag en það er Flensborgarskólinn sem heldur hlaupið.

Boðið var upp á 10 km og 5 km hlaup með tímatöku og 3 km skemmtiskokk án tímatöku.

Keppt var í fjórum flokkum í 5 km og 10 km hlaupi, 18 ára og yngri og 19 ára og eldri karla og kvenna. Þó var aðeins veitt verðlaun í einum flokki í 10 km hlaup.

Allt hlupu 66 5 km og 60 hlupu 10 km.

5 km 18 ára og yngri konur

  1. Þula Björg Finnbjörgsdóttir (2013) 28,23 mín
  2. Aldís Fönn Benediktsdóttir (2009) 30,39 mín
  3. Saule Spauskaite (2009) 36,21 mín
Aldís Fönn Benediktsdóttir. Á myndina vantar Þulu Björgu Finnbjörgsdóttur og Saule Spauskaite.

5 km 18 ára og yngri karlar

  1. Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson (2012) 18,07 mín
  2. Hilmir Freyr Halldórsson (2009) 20,44 mín
  3. Orri Þór Þorgeirsson (2014) 22,01 mín
Orri Þór Þorgeirsson og Baldur Elías Norðfjörð Sveinsson. Á myndina vantar Hilmir Freyr Halldórsson.

5 km 19 og eldri konur

  1. Sædís Guðný Hilmarsdóttir (1975) 24,04 mín
  2. Elva Björk Bjarnadóttir (1988) 24,14 mín
  3. Berglind Arnardóttir (1987) 24,36 mín
Berglind Arnardóttir, Sædís Guðný Hilmarsdóttir og
Elva Björk Bjarnadóttir.

5 km 19 ára og eldri karlar

  1. Ibrahim Kolbeinn Jónsson (2003) 17,13 mín
  2. Aðalsteinn Helgi Valsson (1988) 18,29 mín
  3. Skorri Steinn Steingrímsson (2006) 18,36 mín
Skorri Steinn Steingrímsson, Ibrahim Kolbeinn Jónsson og Valsson.

10 km hlaup konur

  1. Valgerður Heimisdóttir (1977) 41,46 mín
  2. Erla Figueras Eriksdóttir (2002) 42,00 mín
  3. Halla Björg Þórhallsdóttir (1975) 42,51 mín
Halla Björg Þórhallsdóttir, Valgerður Heimisdóttir og Erla Figueras Eriksdóttir.

10 km hlaup karlar

  1. Atli Ásgeirsson (2001) 35,26 mín
  2. Róbert Rafn Birgisson (1982) 37,29 mín
  3. Gabriel Máni De Sousa (2009) 38,10 mín
Gabriel Máni De Sousa, Atli Ásgeirsson og Róbert Rafn Birgisson.

Öll úrslit má sjá hér.

Framhaldsskólameistari

Gabriel Máni De Sousa hampaði bikarnum sem framhaldsskólameistari og fór með bikarinn heim í Fjölbrautarskóla Garðabæjar.

Gabriel Máni De Sousa

Til styrktar Píetasamtökunum

Hlaupið var til styrktar Píetasamtökunum og voru hlauparar hvattir til að hlaupa í gulu.

Þó flestir hafi reynt að gera sitt besta, tóku margir þátt aðeins til að styrkja og voru ekkert sérstaklega að flýta sér og nutu samveru annarra á leiðinni. Allra beið þó hressing í marki, pylsur og ýmsar hollustuvörur.

Svo virðist sem hlaupaleiðirnar hafi verið ekki alveg rétt mældar því 10 km hlaupið mældis um 9,4 km hjá flestum og 5 km hlaupið 4,8 km.

Myndasyrpa

Hægt er að kaupa myndir í fullum gæðum og fer öll upphæðin til Píeta samtakanna.
Verð myndar er 2.000 kr. Sendið pöntun á gudni@fjardarfrettir.is með nafni af mynd (eða skjáskoti).

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2