Föstudagur, nóvember 21, 2025
HeimFréttirFyrsta Svansvottun Eyktar

Fyrsta Svansvottun Eyktar

Fékk Svansvottun fyrir sex fjölbýlishús með 154 íbúðum í Hamranesi

Áshamar 12-26 í Hamranesi er kjarni sex nútímalegra fjölbýlishúsa með 154 íbúðum, í hverfi þar sem þegar hefur byggður leikskóli og haf­inn er uppbygging á grunnskóla fyrir hverfið.

Húsin eru byggð samkvæmt staðli Svansins. Húsin eru hönnuð á nútíma­legan hátt og vel hugað að heilnæmi íveru­rýma með jafnvægis­stiltu loftræstikerfi sem tryggir gæði inniloftsins. Svansvottunin gerir stífar kröfur um efnisval og nýtingu á orku ásamt ströngum tilmælum um góða hljóðvist og gott birtustig í íbúðunum.

Íbúðirnar eru tveggja til fjögurra herbergja og gefa möguleika á að bæta við herbergi. Í rúmgóðum bílkjallara eru 154 stæði, þaðan sem innangengt er inn í hvern stigagang. Úrvalið er því breytt fyrir flestar gerðir fjöl­skyldna þar sem hugað er að öryggi í umferðinni með góðum göngustígum í bakland Hafnarfjarðar og undir­göngum. Húsin eru í hverfi nærri náttúru­perlum sem eru vinsælar til útivistar.

Páll Daníel Sigurðsson, framkvæmdastjóri Eyktar, Kristín Þrastardóttir, sviðs­stjóri gæða-, umhverfis- og öryggismála Eyktar, Guðrún Lilja Kristinsdóttir, framkvæmdastjóri Svansins og Heiðdís Búadóttir, öryggisstjóri Eyktar.

Staðfesting þess að við erum að uppfylla strangar kröfur

Fyrsta Svansvottun okkar er stór áfangi fyrir Eykt að sögn Láru Árna­dóttur, sérfræðings hjá Eykt er hún var spurð um þýðingu þess að fá Svans­vottun. „Hún staðfestir að við erum að byggja hús sem uppfylla strangar kröfur um sjálfbærni, orku­nýtingu og heilnæma innivist. Þetta er í takt við stefnu okkar um að leggja áherslu á umhverfisvæna uppbyggingu sem þjónar bæði fólki og umhverfi.“

Páll Daníel Sigurðsson, fram­kvæmdastjóri Eyktar, fagnaði tíma­mótunum við afhendingu vottunar­innar. Fagnaði hann stuðningi Hafnar­fjarðarbæjar sem sagði hann góðan til að ýta mönnum af stað og sagði þetta hafa verið lærdómsferli fyrir fyrirtækið. Þakkaði hann sérstak­lega góðu samstarfi við starfsfólk Hafnar­fjarðarbæjar sam hafi verið mjög hjálplegt og gott að vinna með.

Áfanganum var fagnað með köku

Lang Stærsta vottaða verkefnið

Guðrún Lilja Kristinsdóttir, fram­kvæmdarstjóri Svansins, sagði þetta langstærsta verkefnið sem hafi fengið vottun í heilu lagi og 15. nýbyggingin sem fær vottun á Íslandi.

Svansvottun bygginga felur í sér strang­ar kröfur sem tryggja bæði umhverfisábyrgð og gæði. Þar má m.a nefna kröfur um:

  • Efnisval þar sem skaðleg efni eru m.a. takmörkuð
  • Rakavarnir sem stuðla að heilnæmu innilofti
  • Orkunotkun sem skal vera innan ákveð­inna marka
  • Dagsbirtu þar sem gerðar eru kröfur um dagsbirtuhönnun.
Nokkrar íbúðir á jarðhæð bjóða upp á t.d. vinnuaðstöðu á efri hæð.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2