Miðvikudagur, janúar 7, 2026
target="_blank"
HeimFréttirAtvinnulífGina Tricot verslun opnuð í Firði í nóvember

Gina Tricot verslun opnuð í Firði í nóvember

Gina Tricot verslunin stækkar í Kringlunni í haust

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot opnar 350 m² verslun í nýbyggingu verslunarmiðstöðvarinn Fjarðar í nóvember.

Er það hluti af umfangsmikilli uppbyggingu sem felur m.a. í sér nýtt 1.700 m² bókasafn um á annarri hæð, 18 hótelíbúðir, 31 lúxusíbúð með bílakjallara auk umfangsmikilla endurbóta á verslunarrýmum.  Barnafatamerkið Born in Iceland by EMIL&LÍNA verður einnig í sérverslun, sem hefur verið afar vel tekið frá opnun í vor.

„Fjörður verður að lifandi menningar- og verslunarkjarna á höfuðborgarsvæðinu en þegar verkefnið tekur á sig mynd gerum við ráð fyrir 1,5–2 milljónum gesta á ári. Miðstöðin verður knúin áfram af nýja bókasafninu, gistingu, nýjum verslunum eins og Gina Tricot og Emil&Línu ásamt glæsilegum nýjum íbúðum,“ segir Guðmundur Bjarni Harðarson, framkvæmdastjóri 220 Fjarðar.

Albert og Lóa ásamt Kristjái Þór við opnun Gina Tricot í Kringlunni. – Aðsend mynd.

„Að koma með Gina Tricot til Hafnarfjarðar, með EMIL&LÍNA í för, fellur vel að okkar sýn um að gera frábæra skandinavíska hönnun aðgengilegri um allt höfuðborgarsvæðið.  Ég og mín kaupmannsættargen liggja til Hafnarfjarðar hundruðir ára aftur í tímann og því gríðarlega spennandi að koma aftur heim í Hafnarfjörðinn með rekstur Gina Tricot og Emil&Lína,“ segir Lóa Dagbjört Kristjánsdóttir, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi.

Gina Tricot var stofnað í Borås í Svíþjóð árið 1997 og starfar þar enn með sínar höfuðstöðvar og vöruhús. Fyrirtækið vinnur stöðugt að því að skapa tískuupplifun sem veitir innblástur og bjóða flíkur sem verða í uppáhaldi. Gina Tricot vill vera þátttakandi í sjálfbærari tískuiðnaði og þróar því stöðugt efni sín og framleiðsluferla og framleiðir til dæmis vottaðar endurunnar flíkur ásamt því bjóða upp á bómull sem er framleidd með sjálfbærari hætti.  Frá árinu 2011 hefur fyrirtækið verið aðili að Amfori, samtökum sem vinna að því að bæta félagslegar aðstæður í aðfangakeðjunni.  Gina Tricot er einnig stoltur styrktaraðili UNICEF og Alheimssjóð fyrir náttúruna (WWF, World Wildlife Fund).

Gina Tricot verslun í Kringlunni í Reykjavík stækkar um 160 m²

Sænska tískufatakeðjan Gina Tricot hefur kynnt að verslunin í Kringlunni verður stækkuð um 160 m² og mun eftir stækkunina ná yfir um 450 m² staðsett í miðju Kringlunnar, fyrir ofan aðalrúllustigann.  Með þessari stækkun verður verslunin í Kringlunni stærsta Gina Tricot verslun landsins og býður viðskiptavinum upp á einstaka upplifun þar sem allt vöruframboð Gina Tricot verður aðgengilegt á einum stað.

Stækkunin í Kringlunni er liður í áframhaldandi vexti Gina Tricot á Íslandi, þar sem eftirspurnin eftir nýjustu tískulínum og fylgihlutum hefur verið framar björtustu vonum frá fyrsta degi.  Gina Tricot hefur notið einstakra vinsælda meðal Íslendinga, en verslunin í Kringlunni sló öll met við opnun þarsíðasta haust þegar yfir 8.000 manns mættu í opnunarpartíið.

„Það er virkilega ánægjulegt að geta nú tekið næsta stóra skrefið með Gina Tricot og skapað þannig stærstu Gina Tricot verslun Íslands, mitt í hjarta Kringlunnar. Þetta er staðsetning sem við höfum byggt upp og gerir okkur nú kleift að bjóða viðskiptavinum okkar ótrúlega fjölbreytt úrval og betri þjónustu en nokkru sinni fyrr. Við hlökkum mikið til að taka á móti öllum í stærri og enn betri Gina Tricot verslun þann 3. október nk.“ segir Albert Þór Magnússon, umboðsaðili Gina Tricot á Íslandi.

5 verslanir nú á Íslandi

Gina Tricot rekur nú 5 verslanir hér á landi, í Kringlunni, Smáralind, Glerártorgi Akureyri og Larsenstræti-Selfossi ásamt netverslun www.ginatricot.is og eru þær reknar í gegnum umboðssamning við Lóu D. Kristjánsdóttur og Albert Þór Magnússon.

Nokkrar lykilstaðreyndir um Gina Tricot:

  • Gina Tricot býður upp á kventískufatnað, fylgihluti og heimilisvörur
  • Gina Tricot starfrækir um 150 verslanir í 4 löndum og á netinu í öllum Evrópulöndum
  • Verslanir Gina Tricot eru í Svíþjóð, Finnlandi, Danmörku, Noregi og á Íslandi
  • Hjá fyrirtækinu starfa um 1.500 manns og um 50 manns á Íslandi
  • Frekari upplýsingar má finna á www.ginatricot.com/companyinformation/about-ginatricot

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2