Anton setti aftur Íslands- og Norðurlandamet

Anton Sveinn McKee. Ljósmynd: Klasu Jürgen Ohk.

Anton Sveinn  McKee hélt áfram að fara á kostum í Búdapest í dag. Hann bætti sitt eigið Íslands- og Norðurlandamet í 100 m bringusundi rétt í þessu.

Anton Sveinn sigraði í 100 m bringusundi á 56, 30 sekúndum en gamla metið hans var 56, 79 sekúndur sett á EM25 2019.

Anton Sveinn er greinilega í hörkuformi þessa dagana og það verður spennandi að fylgjast með honum næstu vikurnar í Búdapest.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here