Miðvikudagur, ágúst 20, 2025
HeimÍþróttirSH eru Íslandsmeistarar aldursflokka 2025

SH eru Íslandsmeistarar aldursflokka 2025

Íslandsmeistaramót aldursflokka 2025 (AMÍ) var haldið á Akureyri helgina 20. – 22. júní sl. Alls tóku 10 lið þátt og voru keppendur 225 talsins. Keppt var í aldursflokkunum 11 ára og yngri, 12-13 ára og 14-15 ára. Íslandsmótið er stigakeppni á milli félaga og stóð Sundfélag Hafnarfjarðar (SH) uppi sem sigurvegari, þriðja árið í röð og sigraði með miklum yfirburðum og hlaut 910 stig.

Baráttan var hörð um næstu sæti en einungis þrjú stig skildu að Íþróttabandalag Reykjanesbæjar (ÍRB) og ÍBR, sameiginlegt lið Reykjavíkur. ÍRB varð í öðru sæti með 656 stig og ÍBR í þriðja sæti með 653 stig. Prúðasta lið mótsins var Sundfélag Akranes.

Þá voru veitt verðlaun fyrir stigahæstu sundmenn mótsins í aldursflokkum 12-13 ára og 14-15 ára. SH-ingarnir Andrej Tepavcevic var stigahæstur drengja 12-13 ára og Alicja Julia Kempisty varð stigahæst stúlkna 14-15 ára.

Margir sundmenn bættu persónulega tíma sína á mótinu. SH fékk alls 83 verðlaun, 36 gull, 30 silfur og 17 brons. Og voru 27 Íslandsmeistaratitlar í einstaklingsgreinum og 9 Íslandsmeistaratitlar í boðsundum.

Verðlaunahópur SH

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2