fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiLentu í öðru sæti á Partille Cup eftir naumt tap

Lentu í öðru sæti á Partille Cup eftir naumt tap

Handboltastrákarnir í 5. flokki karla í FH enduðu í öðru sæti í gær á alþjóðlega handboltamótinu Partille Cup í Gautaborg í Svíþjóð.

Stóðu þeir sig ótrúlega vel en töpuðu með minnsta mun á móti Zagreb frá Króatíu 12-13 í leik um gullið.

Liðið sigraði Herkules frá Brasilíu í undanúrslitum eftir hörku spennandi leik þar sem litlu mátti muna.

Hin íslensku liðin stóðu sig vel og allir hafa skemmt sér vel í ferðinni.

Áttatíu og tvö fóru á Partille Cup – Fjarðarfréttir (fjardarfrettir.is)

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2