Sveit FH sigraði í Víðavangshlaupi Íslands

Sigursveit FH: Sigurgísli Gíslason, Hlöðver Jóhannsson, Valur Elli Valsson og Reimar Pétursson.

Víðavangshlaup Íslands fór fram í Laugardalnum  sl. laugardag.

Í karlaflokki varð FH-ingurinn Sigurgísli Gíslason í þriðja sæti en vegalengdin var rúmir 8 km.

Í sveitakeppni félaga sigraði FH í fyrsta sinn á þessari öld. Í sveitinni voru Sigurgísli Gíslason, sem varð í 3. sæti, Valur Elli Valsson sem varð í 4. sæti, Reimar Pétursson sem varð í 6. sæti og Hlöðver Jóhannsson sem varð í 11. sæti.

Þá varð Íris Anna Skúladóttir önnur í kvennaflokki en hún mun verða löglegur keppandi með FH frá 1. janúar 2022.

Ummæli

Ummæli