Fjölmargir Hafnfirðingar hlupu Laugaveginn í frábæru veðri

Mikið afrek fyrir hvern og einn að hlaupa 55 km fjallahlaup

Erling Daði Emilsson eldhress í Bláfjallakvísl eftir 26 km hlaup.

Laugavegshlaupið er þekktasta og vinsælasta fjallahlaup landsins en 526 hlupu af stað og 513 luku keppni að þessu sinni, þar af fjölmargir Hafnfirðingar.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta fylgdist með hlaupurunum fara yfir Bláfjallakvísl og víðar og meðfylgjandi eru fjölmargar skemmtilegar myndir af hlaupurunum og fagurri náttúrunni.

Þorbergur Ingi Jónsson kom fyrstur í mark á 04,32.15 klst. en hann og Elísabet Margeirsdóttir, sem varð 2. kvenna, höfðu hlaupið nóttina fyrir hlaup úr Þórsmörk í Landmannalaugar þangað sem þau komu klukkutíma áður en Laugavegshlaupið hófst!

Anna Berglind Pálmadóttir komu fyrst í mark kvenna á 05,23.59 klst.

Um 30 Hafnfirðingar eða liðsmenn hafnfirskra félaga tóku þátt í hlaupinu og varð Atli Steinn Sveinbjörnsson fyrstur þeirra á 5,52.02 klst., Einar Eiríkur Hjálmarsson, hjóp á 6,01.39 klst. og Þórís Jóna Hrafnkelsdóttir hljóp á 6,09.40 klst. en tvö síðastnefndu koma úr Hlaupahópi FH.

Síðasti hlaupari kom í mark á 9,58 klst. en tímamörk voru við Emstruskála, eftir 38 km hluaup, þar sem hlauparar þurftu að fara þaðan ekki síðar en eftir 6,30 klst.

Úrslit hlaupsins má finna á hafnfirsku hlaupasíðunni hlaup.is og á timataka.net

Hægt er að kaupa myndir í fullri upplausn. Sjá hér.