fbpx
Þriðjudagur, mars 5, 2024
HeimÍþróttirHlaupArnar Pétursson sigraði í öðru FH-Bose götuhlaupinu

Arnar Pétursson sigraði í öðru FH-Bose götuhlaupinu

270 hlauparar hlupu meðfram sjónum í skemmtilegu hlaupi

270 hlauparar kepptu í gærkvöldi í öðru hlaupinu í Hlaupaseríu FH og Bose sem hlaupið var á strandstígum bæjarins. Hlaupið er 5 km og hlaupið frá stígnum á móts við Íþróttahúsið við Strandgötu og eftir strandstígnum, upp Herjólfsgötu og Herjólfsbraut og sama leið til baka.

Aðstæður voru ekki þær bestu, nokkur vindur og létt snjólag á leiðinni en miðað við hvernig veðrið var rétt áður og stuttu eftir hlaupið þá má segja að hlauparar hafi verið heppnir.

Vel er að hlaupinu staðið, upplýstar vegalengdarmerkingar og góð gæsla á brautinni og almenn ánægja með hlaupið.

Ingvar, Arnar og Þórólfur

Arnar Petursson (27) úr ÍR sigraði eins og í fyrsta hlaupinu og kom í mark á 16.49 mín. Annar varð Þórólfur Ingi Þórsson (42) úr ÍR á 17.39 mín. Í þriðja sæti var Ingvar Hjartarson (24) úr Fjöni á 17,43 mín.

Elín Anna, Andrea og Agnes

Fyrst kvenna var Andrea Kolbeinsdóttir (19) úr ÍR á 19,12 mín. Önnur kvenna var Elín Edda Sigurðardóttir (29) úr ÍR á 19,53 mín. Þriðja kvenna var Agnes Kristjánsdóttir (36) á 20,26 mín.

Árangur allra keppenda og röð í hinum ýmsum aldurshópum má sjá hér.