fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimÍþróttirHlaup316 manns hlupu samtals 1.580 km á stígum Hafnarfjarðar

316 manns hlupu samtals 1.580 km á stígum Hafnarfjarðar

Vel heppnað fyrsta hlaupið í Hlauparöð FH og Bose 2018

Metþátttaka var í fyrsta hlaupinu í hlauparöð FH og Bose 2018 sem fram fór í miðbæ Hafnarfjarðar í gærkvöldi. Alls luku 316 hlauparar keppni en keppendur komu víðsvegar að úr hinum ýmsu hlaupahópum.

Hlaupið af stað

Vel var að hlaupinu staðið og umgjörðin hin glæsilegasta, hvetjandi tónlist ómaði í upphafi og í lok hlaupsins, „hérar“ hlupu og aðstoðuðu fólk við að ná ákveðnum hraða og brautarvarsla var á leiðinni sem lá frá Strandstígnum á móts við Íþróttahúsið við Strandgötu og út á Herjólfsgötu og Herjólfsbraut að Heiðvangi þar sem snúið var við og hlaupið til baka. Leiðin var snjólaus en örlítið hál á Norðurbakkanum og hlauparar ánægðir.

Hlauparar voru á öllum aldri, yngsti keppandinn var 9 ára og sá elsti 74 ára. Var meðalaldur hlauparanna 40 ára, 169 konur og 147 karlar.

Arnar Pétursson og Þórólfur Ingi Þórsson – Ljósmynd: Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir.

Arnar Pétursson úr ÍR sigraði á 15:58 mínútum, Þórólfur Ingi Þórsson úr ÍR varð annar á 16:59 mínútum og Ingvar Hjartarson úr Fjölni varð 3. á 17:08 mínútum.

Agnes Kristjánsdóttir, Elín Edda Sigurðardóttir og Helga Guðný Elíasdóttir. – Ljósmynd: Þorbergur Ingi Þórsson

Fyrst kvenna og 10. í hlaupinu var Elín Edda Sigurðardóttir úr ÍR á 18:25 mínútum, Helga Guðný Elíasdóttir úr Fjölni varð önnur á 19:10 mínútum og Agnes Kristjánsdóttir úr Hlaupahópi Stjörnunnar varð þriðja á 19:36 mínútum.

Öll úrslit má nálgast hér.

Myndir

Fjölmargar myndir frá hlaupinu má sjá hér.

Facebook síða hlaupsins.

Úrslit í aldursflokkum

(aldur m.v. fæðingarár):

Konur 14 ára og yngri
RöðNafnÁrg.FélagTímiFlögutími
1Ásthildur Helgadóttir2006Ármann00:25:2100:24:57
2Salka Sóley Ólafsdóttir200400:27:0200:26:44
3Sigfríður Sól Flosadóttir2006Þróttur00:29:3400:29:14
Karlar 14 ára og yngri
1Óskar Máni Óskarsson200500:22:0100:21:56
2Halldór Máni Harðarson2004FH00:24:2200:24:22
3Eggert Sigtryggsson2005Hlaupahópur FH00:26:1100:25:56
Konur 15-29 ára
1Ásthildur Helgadóttir2006Ármann00:25:2100:24:57
2Salka Sóley Ólafsdóttir2004ÍR00:27:0200:26:44
3Sigfríður Sól Flosadóttir2006Þróttur00:29:3400:29:14
Karlar 15-29 ára
1Arnar Petursson1991Adidas00:15:5900:15:58
2Ingvar Hjartarson1994Fjölnir/Adidas00:17:0800:17:08
3Sigurjón Ernir Sturluson1990Dansport00:17:4500:17:45
Konur 30-39 ára
1Agnes Kristjánsdóttir1982Hlaupahópur Stjörnunnar00:19:3800:19:36
2Hjördís Ýr Ólafsdóttir19823SH00:19:5400:19:52
3Ragnheidur Sveinbjörnsdóttir1981ÍR skokk00:21:2300:21:21
Karlar 30-39 ára
1Vilhjálmur Þór Svansson1986ÍR00:17:2600:17:25
2Sindri Markússon198800:18:1500:18:15
3Daníel Reynisson1985GT00:18:3600:18:34
Konur 40-49 ára
1Ingveldur Hafdís Karlsdottir1976ÍR skokk00:21:1000:21:08
2Jóna Dóra Óskarsdóttir1972Laugaskokk00:21:1700:21:12
3Þóra Gísladóttir1977Hlaupahópur FH00:21:2500:21:22
Karlar 40-49 ára
1Þórólfur Ingi Þórsson1976ÍR00:16:5900:16:59
2Hákon Hrafn Sigurðsson1974Breiðablik00:17:0900:17:09
3Jósep Magnússon1977Fjölni00:18:1500:18:15
Konur 50-59 ára
1Erla Eyjólfsdóttir1961Hlaupahópur FH00:23:1800:23:10
2Valgerður Rúnarsdóttir1964Hlaupahópur FH00:23:5600:23:46
3Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir1965Hlaupahópur FH00:24:0000:23:53
Karlar 50-59 ára
1Víðir Þór Magnússon196400:19:0600:19:05
2Rúnar Sigurðsson1964Árbæjarskokk00:20:2800:20:25
3Helgi Sigurdsson1961Hlaupahópur Sigga P00:20:3500:20:33
Konur 60 ára og eldri
1Anna Eðvaldsdóttir1958Hlaupahópur FH00:29:2400:29:08
2Sigrún Ósk Sigurðardóttir1958Hlaupahópur FH00:32:1300:31:48
3Helga Melsteð1958Hlaupahópur Stjörnunnar00:32:3100:32:04
Karlar 60 ára og eldri
1Guðni Gíslason1957Hlaupahópur FH00:22:0300:21:59
2Egill Guðmundsson1953Hlaupahópur FH00:23:0500:23:01
3Sigurður Konráðsson1953Hlaupahópur Sigga P.00:23:5900:23:55

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2