234 kepptu í Flensborgarhlaupinu í glæsilegu veðri

Ingvar Hjartarson sigraði í 10 km hlaupi og Arnar Pétursson í 5 km hlaupi.

Sléttuhlíðin skartaði sínu fegursta

Hið árlega Flensborgarhlaup var hlaupið í gær. Keppendur hlupu frá Flensborgarskólanum, upp Selvogsgötu, Öldugötu og mislangt eftir Kaldárselsvegi eftir því sem keppnisveglengdin var og til baka.

Hlaupið upp Selvogsgötuna í upphafi hlaups

Keppt var í 5 og 10 km hlaupi auk þess sem fólki gafst kostur á að taka þátt í 3 km skemmtiskokki.

Aðstæður voru hinar bestu, gott veður og umferð ekki mjög mikil þó hlaupið sé á miklum annatíma þegar fólk er að koma heim úr vinnu. Urðu nokkrar umferðartafir á Kaldárselsvegi þar sem hlauparar þveruðu veginn og þar sem hlaupið var í báðar áttir.

Efstir í 10 km hlaupi voru

79 hófu keppni í 10 km hlaupi og luku 78 keppni.

1. Ingvar Hjartarson (23), Fjölni 36:03
2. Logi Ingimarsson (27), KR skokk 38:09
3. Friðleifur Friðleifsson (47), Hlaupahópi FH 38:11

Fyrst kvnna var Andrea Kolbeinsdóttir (18), ÍR á 40:23

Sá sem kom síðast í mark hjóp vegalengdina á 1:12:41 tímum.

Yngsti keppandinn var 12 ára en sá elsti 77 ára.

Efstir í 5 km hlaupi voru

155 hlupu 5 km hlaup og luku allir keppni.

1. Arnar Pétursson (26), ÍR 16:56
2. Ívar Trausti Jósafatsson (56) 18:30
3. Birgir Rafn Birgisson (41) 19:22

Fyrst kvenna var Hólfmríður Þrastardóttir (11) 22:34

Sá sem kom síðast í mark hljóp vegalengdina á 52:14 mínútum.

Yngsti keppandinn var 9 ára og sá elsti 72 ára.

Skoða má öll úrslit hér.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here