fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimÍþróttirHandboltiÞriggja marka sigur FH gegn Tatran Prešov dugði ekki - Myndasyrpa

Þriggja marka sigur FH gegn Tatran Prešov dugði ekki – Myndasyrpa

FH grátlega nálægt því að vera fyrsta íslenska liðið að komast í riðlakeppni Evrópukeppninnar

FH hafði betur gegn Tatran Prešov í Evrópukeppninni í handbolta. Leikurinn fór fram í Kaplakrika fyrir framan 1.300 manns og lauk honum 26-23. Tatran Prešov vann fyrri leik liðanna í Slóvakíu 24-21 og unnu þeir einvígið með fleiri mörk skoruð á útivelli. Einvíginu lauk með 47-47 jafntefli.

FH-ingar byrjuðu af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörk leiksins. Gestirnir komust síðan yfir í stöðunni 6-7 um miðjan fyrri hálfleik og fóru þeir með tveggja marka forystu inn í seinni hálfleikinn, 11-13.

Gestirnir byrjuðu manni færri í seinni hálfleik eftir að þjálfari þeirra ataðist eitthvað í leikmanni FH. Tatran Prešov byrjaði seinni hálfleikinn betur og þegar þeir náðu fjögurra marka forystu, 12-16, kviknaði á FH-ingunum og náðu þeir þriggja marka forystu, 19-16 og skoruðu gestirnir ekki í 11 mínútur. Gestirnir náðu að minnka forskotið niður í eitt mark þegar níu mínútur voru til leiksloka. FH náði þriggja marka forskoti þegar tæpar þrjár mínútur voru eftir, 26-23. FH-ingar fengu síðan tækifæri til þess að vinna einvígið en markmaður Tatran Prešov náði að verja skot úr horninu.

FH hefði verið fyrsta íslenska liðið til að taka þátt í riðlakeppni Evrópukeppninna hefðu þeir unnið einvígið.

Mörk FH:

Óðinn Þór Ríkharðsson – 6 
Ásbjörn Friðriksson – 6 
Ísak Rafnsson – 4
Jóhann Karl Reynisson –  3 
Gísli Þorgeir Kristjánsson – 2 
Einar Rafn Eiðsson – 3
Ágúst Birgisson – 1

Ágúst Elí Björgvinsson varði 14 skot þar af tvö vítaskot og var hann með tæplega 38% skot varin.

Mörk Tatran Prešov:

Dominic Krok – 8
Jakub Hrstka – 4
Bruno Butorac – 4
Michal Kasal – 4
Leon Vucko – 3

Igor Chupryna varði 8 skot, Mario Cvitkovic varði 4 og Vadym Brazhnyk varði 1.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2