Sigursteinn Arndal ráðinn nýr þjálfari meistaraflokks FH

Tekur við af Halldóri Jóhanni Sigfússyni sem þjálfari meistaraflokks karla í handknattleik

Sigursteinn Arndal og Ásgeir Jónsson

Formaður handknattleiksdeildar, Ásgeir Jónsson, FH tilkynnti í dag þá ákvörðun stjórnar deildarinnar að ráða Sigurstein Arndal sem eftirmann Halldórs Jóhanns Sigfússonar sem þjálfari meistaraflokks FH til þriggja ára.

Sigursteinn er fæddur árið 1980 og hefur þjálfað í Kaplakrika í um 20 ár en hann hefur mikla reynslu af þjálfun. Sagði Ásgeir að einhugur hafi verið um að leita einungis til Sigursteins og eftir að hafa fengið að sjá hugmyndir hans um framtíðaruppbygginu handboltans, þá hafi ekki verið erfitt að ganga til samninga við Sigurstein.

Sigursteinn lék um 300 meistaraflokksleiki með FH og var atvinnumaður í Danmörku og Þýskalandi auk þess að vera í þjálfarateymi HSÍ við þjálfun U19 og U21 landsliðum Íslands.

Upplýsti Ásgeir að Sigursteinn hafi verið skráður í FH áður en hann var skýrður en foreldrar Sigursteins eru Helgi Ragnarsson heitinn, sem var öflugur knattspyrnumaður hjá FH og Sædís Arndal.

Ummæli

Ummæli