fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimÍþróttirHandboltiSelfoss hafði betur gegn FH í þriðja leik liðanna

Selfoss hafði betur gegn FH í þriðja leik liðanna

Haukar mæta ÍBV í næsta leik á fimmtudaginn.

FH mætti Selfossi á útivelli í þriðja leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni karla í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn var staðan 1-1 í einvíginu. FH tapaði fyrir Selfyssingum eftir framlengdan fyrsta leik 36-34 og vann síðan leikinn í Kaplakrika 37-33.

Selfyssingar voru með yfirhöndina allan fyrri hálfleikinn og náðu þeir mest sex marka forskoti á 20. mínútu, 12-6. FH-ingar náðu þó að minnka muninn niður í þrjú mörk og fóru Selfyssingar með þriggja marka forskot í búningsklefann, 15-12. Þrátt fyrir markamikinn fyrri hálfleik voru markmenn beggja liða með tæplega 40% markvörslu.

FH-ingar komu ákveðnir úr búningsklefanum og náðu að jafna leikinn á 40. mínútu, 19-19. Næstu tólf mínútur fengu FH-ingar nokkur tækifæri til þess að leiða leikinn en tókst aldrei að komast yfir og bæði lið fengu þrjár brottvísanir. Þegar 35 sekúndur voru eftir voru Selfyssingar með tveggja marka forskot og FH-ingar í sókn, FH nýtti hinsvegar ekki sóknina og náðu Selfyssingar að skora. Gísli Þorgeir skoraði síðasta mark leiksins sem endaði 31-29 Selfossi í vil.

Ágúst Elí var með 35% markvörslu eða 17 varin skot. Einar Rafn Eiðsson var markahæsti leikmaður FH með 8 mörk einu marki meira en Óðinn Þór Ríkharðsson.

Selfyssingar spila leiki sína í Iðu á næstu leiktíð

Í hálfleik var skrifað undir samning um að Selfyssingar myndu spila sína leiki í íþróttahúsi Fjölbrautaskóla Suðurlands, Iðu.

Næstu leikir Hafnarfjarðarliðanna

Haukar mæta ÍBV á Ásvöllum á fimmtudaginn kl. 19:30 í öðrum leik þeirra. ÍBV vann fyrsta leikinn 24-22.

FH mætir Selfossi aftur á laugardaginn kl. 19:30 í Kaplakrika.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2