fbpx
Miðvikudagur, febrúar 28, 2024
HeimÍþróttirHandboltiHaukar í undanúrslit en FH tapaði fyrir Fram

Haukar í undanúrslit en FH tapaði fyrir Fram

Átta liða úrslit í bikarkeppni karla í handbolta

Haukar tóku á móti Íslands- og bikarmeisturum Vals í átta liða úrslitum bikarkeppni HSÍ í kvöld. Haukar sýndu allar sínar bestu hliðar, bæði í vörn og sókn og Björgvin Páll Gústavsson markmaður varði um 16 skot í leiknum. Haukar voru yfir á öllum tölum og leiddu 14-9 í hálfleik og sigruðu að lokum með 7 marka mun 28-21 og tryggðu sér rétt til að leika í undanúrslitum.

Hákon Daði Styrmisson fékk rautt spjald í seinni hálfleik fyrir að skjóta í andlit markmanns í víti en það kom ekki að sök fyrir Hauka. Markahæstir Haukamanna voru Atli Már Báruson og Heimir Óli Heimisson með 5 mörk hvor.

FH tapaði stórt fyrir Fram

Í Kaplakrika tók FH á móti Fram. Á meðan FH trónir á toppnum í úrvalsdeild karla með 28 stig þá er Fram í 11. sæti með aðeins 8 stig, hafa aðeins unnið 3 leiki.

En í bikarkeppnum hefur það sýnt sig að staða í deild skiptir ekki öllu og það kom berlega í ljós í kvöld. Framarar voru einfaldlega miklu betri og leiddu 19-11 í hálfleik. Leikurinn var heldur jafnari í síðari hálfleik og náðu FH-ingar að minnka í fjögur mörk, 25-21 en Fram var sterkara liðið í lokin og sigruðu með sjö marka mun 35-28 og sló FH þar með út úr bikarkeppninni.

Jóhann Birgir Ingvarsson var markahæstur FH-inga með 7 mörk og var einn fárra FH-inga sem sýndu einhvern lit í leiknum. Einar Rafn Eiðsson skoraði 6 mörk og aðrir færri.

Viktor Gísli Hallgrímsson markmaður Fram varði 21 skot en markmenn FH vörðu aðeins 10 skot.

Mikill hiti var í mönnum í leiknum og töluvert deilt á dómarana. Mjög sérstakt atvik kom upp í lokin er Kristján Halldórsson eftirlitsdómari neitaði ítrekað að taka í höndina á Halldóri Jóhanni Sigfússyni í lok leiks.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2