fbpx
Fimmtudagur, apríl 18, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirHandboltiGrátlegt tap í fyrsta leik

Grátlegt tap í fyrsta leik

FH mætti Selfossi í 8-liða úrslitum úrslitakeppninnar í handbolta. Liðin hafa nokkrum sinnum áður leikið í keppninni og hafa þeir leikir oftar en ekki verið hnífjafnir og var þessi engin undantekning.

FH-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu fjögurra marka forystu 5-1. Selfyssingar voru ekki lengi að koma sér til baka og var staðan 6-5 áður en langt var liðið. Selfoss jafnaði svo í stöðunni 11-11 þegar 23 mínútur voru liðnar. Ekki var mikið skorað á þessum 7 mínútum og fóru liðin jöfn 12-12 í búningsklefana.

Ákveðnir voru Selfyssingarnir þegar flautað var á ný. Náðu þeir 3 marka forystu. Selfoss missti aldrei forystuna eftir þetta en aðeins einu marki munaði þegar 23 sekúndur voru eftir þegar FH tók leikhlé. FH tókst ekki að jafna leikinn og eru Selfyssingar því yfir 1-0 í einvíginu. Vinna þarf tvo leiki til að komast áfram.

Markahæstur í liði FH var Ásbjörn Friðriksson með 10 mörk. Atli Freyr var efstur hjá Selfyssingum með 7 mörk.

Næsti leikur er á mánudag og leikið verður í Set-höllinni á Selfossi.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2