fbpx
Þriðjudagur, október 8, 2024
HeimÍþróttirHandboltiGísli Þorgeir leikur með Magdeburg

Gísli Þorgeir leikur með Magdeburg

Samningurinn gildi út leiktímabilið til að byrja með

Hafnfirski handknattleiksmaðurinn Gísli Þorgeir Kristjánsson hefur samið við þýska stórliðið SC Magdeburg og mun leika með liðinu út þetta tímabil a.m.k. Leikur hann þar í treyju nr. 10.

Gísli sem er aðeins 20 ára var á samningi við Kiel en hefur átt við meiðsli að stríða og var samningi hans við Kiel óvænt sagt upp.

Gísli Þorgeir hafði unnið sér sæti í íslenska landsliðinu en axlarmeiðsli hans hindruðu að hann gæti leikið með liðinu á EM.

Gísli var í skemmtilegu viðtali hjá félaginu þar sem komu hans var fagnað en einnig er skemmtileg frásögn af komu hans til félagsins á heimasíðu félagsins, þar sem m.a. er minnst á Hótel Víking, Kaplakrika og Bæjarins beztu pylsur.

Í bráðskemmitlegu viðtali er hann boðinn velkominn, hann spurður út í það af hverju hann valdi nr. 10, hann spurður út í sína einkahagi og fl. áhugavert m.a. hvort hann sé orðinn góður af axlarmeiðslunum en hann segist einmitt hafa staðist læknisskoðun.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2