fbpx
Þriðjudagur, september 10, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFimm úr Haukum og FH í U20 landsliði kvenna í Skopje

Fimm úr Haukum og FH í U20 landsliði kvenna í Skopje

Íslenska liðið keppir í dag um 5. - 8. sæti mótsins.

Fjórar stúlkur úr Haukum og ein úr FH leika með landsliði Íslands á heimsmeistaramóti landsliða 20 ára og yngri leikmanna.

FH-ingurinn Árni Stefán Guðjónsson er annar þjálfara liðsins.

Mótið fer fram í Skopje í Norður Makedóníu og því líkur á sunnudag.

Íslenska landsliðið keppti í milliriðli 4 með Portúgal, Svartfjallalandi og N-Makedóníu, vann Svartfjallaland 35-27 en tapaði fyrir Portúgal með minnsta mun, 25-26. Ísland tók með sér 2 stig úr riðlakeppninni og endaði í 2. sæti með 4 stig og tryggði sér sæti í átta liða úrslit.

Svekkjandi tap fyrir Evrópumeisturunum

Í átta liða úrslitum í gær lék Ísland við Ungverjaland og var Ungverjaland yfir í hálfleik 19-12. En íslensku stelpurnar komu sterkar í seinni hálfleikinn og jöfnuðu í 29-29 rétt undir lok venjulegs leiktíma og því þurfti að framlengja. Þar urðu íslensku stúlkurnar að játa sig sigraða 31-34.

Elín Klara Þorkelsdóttir úr Haukum var næst markahæst með 6 mörk, Inga Dís Jóhannsdóttir úr Haukum skoraði 5 mörk og Brynja Katrín úr FH og Sonja Lind Sigsteinsdóttir úr Haukum skorðuðu 2 mörk hvor.

Í dag leika Holland við Ungverjaland í undanúrslitum og Frakkland við Danmörku en Íslenska liðið keppir um sæti fimm til átta. Leikur íslenska liðið við lið Svíþjóðar og Sviss keppir við lið Portúgal.

Sigurliðin leika svo á sunnudag um fimmta sætið.

Í samtali við handbolta.is segir Árni Stefán landslið Íslands og Svía hafi ekki mæst síðan á HM fyrir tveimur árum þegar Ísland vann að margra mati óvænta sigur í upphafsleik mótsins. „Það sem við höfum séð af þeim núna er að um er að ræða hörkulið og auðvitað er alltaf er möguleiki. Við förum brött í leikinn því auðvitað væri að frábær árangur að leika um fimmta til sjötta sæti á heimsmeistaramóti,“ segir Árni Stefán í samtali við handbolta.is.

U20 landslið kvenna sem keppi í Skopje – Ljósm.: HSÍ

U20 ára landslið kvenna sem tekur þátt í HM 19. – 30. júní:

  • Brynja Katrín Benediktsdóttir, FH
  • Elín Klara Þorkelsdóttir, Haukum
  • Inga Dís Jóhannsdóttir, Haukum
  • Rakel Oddný Guðmundsdóttir, Haukum
  • Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Haukum
  • Alfa Brá Oddsdóttir Hagalín, Fram
  • Anna Karólína Ingadóttir, Grótta
  • Elínborg Katla Þorbjörnsdóttir, Selfossi
  • Elísa Elíasdóttir, ÍBV
  • Embla Steindórsdóttir, Stjörnunni
  • Ethel Gyða Bjarnasen, Fram
  • Hildur Lilja Jónsdóttir, Aftureldingu
  • Katrín Anna Ásmundsdóttir, Gróttu
  • Lilja Ágústsdóttir, Val
  • Sylvía Sigríður Jónsdóttir, ÍR
  • Tinna Sigurrós Traustadóttir, Selfossi

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2