Þétt var setið er grannaslagurinn milli Hauka og FH fór fram nú í kvöld á Ásvöllum í úrvalsdeild karla í handbolta. Fyrir leikinn höfðu þrjú lið í deildinni unnið sína fyrstu tvo leiki, tvö þeirra Haukar og FH og var því barist um toppsætið.
Leikurinn byrjaði af krafti og komst FH í stöðuna 1:3 þegar Haukar byrjuðu að skora af krafti og náðu mest þriggja marka mun í stöðunni 9:6. FH komst síðan yfir á 22. mínútu í stöðuna 9:11. Haukar komust aftur yfir 13:12. Óðinn Þór Ríkharðsson skoraði seinasta mark fyrri hálfleiks fyrir FH og var jafn í hálfleik, 13:13.
Daníel Þór Ingason skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks fyrir Hauka og var það eina skiptið sem Haukar voru yfir í seinni hálfleiknum. FH-ingar skoruðu svo næstu þrjú mörkin en Arnar Freyr fékk fyrstu brottvísun leiksins á 34. mínútu. Þrátt fyrir það náðu Haukar ekki að skora. Haukar náðu að minnka muninn niður í eitt mark, 16:17 en fengu síðan á sig brottvísun á 42. mínútu. Haukar létu brottvísunina ekki halda aftur af sér og náðu að jafna er korter var til leiksloka. FH héldu samt forystunni restina af leiknum og sigraði með 4 marka mun, lokatölur 23:27.
Mörk Hauka:
Daníel Þór Ingason – 10, Hákon Daði Styrmisson – 6, Atli Már Báruson – 3, Jón Þorbjörn Jóhannsson – 2, Tjörvi Þorgeirsson – 1, Heimir Óli Heimisson – 1.
Björgvin Páll Gústavsson varði 15 bolta.
Mörk FH:
Ísak Rafnsson – 6, Ágúst Birgisson – 6, Óðinn Þór Ríkharðsson – 5, Ásbjörn Friðriksson – 4, Arnar Freyr Ársælsson – 3, Einar Rafn Eiðsson – 1, Jóhann Karl Reynisson – 1.
Birkir Fannar Bragason varði 8 bolta og Ágúst Elí Björgvinsson varði 5.
Hvað þýða úrslitin?
FH situr nú í efsta sæti með Val, bæði liðin hafa unnið sína þrjá leiki en FH er með betri markatölu.
Haukar eru með Stjörnunni, ÍR, ÍBV og Selfossi í 3. – 7. sæti.
Næstu leikir
Næsti leikur Hauka verður gegn Stjörnunni í Garðabæ á fimmtudaginn kl. 19:30 og næsti leikur FH verður gegn Gróttu í Kaplakrika einnig á fimmtudaginn kl. 19:30.
Myndir af leiknum