fbpx
Föstudagur, október 4, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH þarf að treysta á úrslit annarra leikja til þess að fá...

FH þarf að treysta á úrslit annarra leikja til þess að fá deildarmeistaratitilinn

Einar Rafn Eiðson var markahæstur í liði FH með 9 mörk og varði Birkir Fannar Bragason 17 skot.

Selfyssingar höfðu betur gegn FH-ingum í úrvalsdeild karla í handbolta í Kaplakrika. Selfoss vann leikinn með fimm mörkum, 34:29 en leikurinn var að mestu leyti mjög jafn.

Selfyssingar byrjuðu leikinn betur og voru með forystuna fram að tíundu mínútu þegar Eyvindur Hrannar Gunnarson fékk rautt spjald fyrir að fara með hönd sína í andlitið á Ísaki Rafnssyni. FH tók þá völdin alveg fram að loka mínútu fyrri hálfleiks og voru Selfyssingar með eins marks forskot þegar flautað var til loka hálfleiksins, 15:16.

Selfoss náði þriggja marka forskoti sem FH-ingarv náðu aldrei að jafna. FH-ingar gáfu svolítið eftir í lokasprettinum og endaði leikurinn með fimm marki sigri Selfyssinga, 34:29.

Þrjú lið jöfn fyrir lokaumferðina

Úrslit kvöldsins þýða að þrjú lið eru jöfn á toppnum með 32 stig, ÍBV, Selfoss og FH. Eyjamenn hirða titilinn ef öll lið verða jöfn eftir lokaumferðina því þeir standa betur í  innbyrðis viðureignum liðanna. FH getur bara unnið ef þeir vinna Stjörnuna og ÍBV og Selfoss vinni ekki sína leiki.

Allir leikir lokaumferðinna verða leiknir á sama tíma kl. 20:30 á miðvikudaginn. FH mætir Stjörnunni á útivelli á meðan Haukar mæta Val á heimavelli í baráttu um fjórða sætið í deildinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2