fbpx
Miðvikudagur, apríl 24, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH lagði hið fornfræga lið Dukla Prag

FH lagði hið fornfræga lið Dukla Prag

Seinni leikurinn kl. 17 á laugardag.

Karlalið FH lék fyrri leik sinn í Evrópubikarkeppni í handknattleik í gær við hið fornfræga lið Dukla frá Prag í Tékklandi.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem FH leikur við liðið en liðin mættust í Evrópubikarkeppni árið 1966 en þá voru liðsmenn Dukla kjarninn í tékkneska landsliðinu en Dukla átti þá enn lengri sögu sem knattspyrnulið í Tékkóslóvakíu. Þá sigraði Dukla FH í fyrri leiknum í Laugardalshöll með 20 mörkum gegn 15 og í seinni leiknum í Prag með 23 mörkum gegn 16.

En tímarnir hafa breyst og Dukla ekki lengur það sterka liðs sem það var.

Leikurinn var nokkuð jafn í fyrri hálfleik en FH leiddi með einu marki í hálfleik. En í seinni hálfleik tóku FH-ingar völdin í sínar hendur og komust mest í 9 marka forskot en leiknum lauk með 3ja marka sigri FH 30-27.

Óðinn Þór Ríkharðsson var markahæstur með 9 mörk, Einar Rafn Eiðsson skoraði 6, Ísak Rafnsson skoraði 5, Ásbjörn Friðriksson 4, og Ágúst Birgisson, Arnar Freyr Ársælsson og Þorgeir Björnsson skoruðu 2 mörk hver.

Hjá HC Dukla Praha var Dieudonne Mubenzem markahæstur með 8 mörk.

Áhorfendur voru 500.

Seinni leikur liðanna verður í Kaplakrika á laugardaginn kl. 17

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2