fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimÍþróttirHandboltiFH-ingar tryggðu oddaleik eftir æsispennandi leik í Kaplakrika

FH-ingar tryggðu oddaleik eftir æsispennandi leik í Kaplakrika

Um 2.000 manns horfðu á FH sigra Selfoss.

FH og Selfoss mættust í fjórða leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar í handbolta í kaplakrika í kvöld. Selfyssingar hefðu geti tryggt sér leik gegn ÍBV í úrslitunum ef þeir hefðu unnið.

Selfyssingar voru betri allan fyrri hálfleikinn og voru alltaf með forskot á FH-ingana. Staðan í hálfleik var 17-15. FH-ingar komu ákveðnir úr búningsklefanum og náðu að komast yfir á 40. mínútu. Næstu mínútur voru mjög jafnar en Selfyssingar voru alltaf á undan. Þegar mínúta var eftir af leiknum voru Selfyssingar með tveggja marka forskot. Arnar Freyr Ársælsson náði að minnka muninn niður í eitt mark og fengu Selfyssingar leiktöf í seinustu sókn sinni og skoraði Arnar aftur þegar tvær sekúndur voru eftir og tryggði FH framlengingu.

FH-ingar höfðu betur í fyrri hluta framlengingarinnar 3-2.

Selfyssingar byrjuðu með boltann í seinni hluta framlengingarinnar en í stað þess að jafna náðu FH-ingar að auka forskot forskot sitt í þrjú mörk, 39-36. Leikurinn endaði síðan með þriggja marka sigri FH, 41-38.

Hornamenn FH skoruðu 10 mörk hvor

Markahæstu leikmenn FH voru báðir hornamenn, Óðinn Þór Ríkharðsson og Arnar Freyr Ársælsson. Þeir skoruðu 10 mörk hvor.

Ágúst Elí Björgvinsson varði 18 skot í leiknum.

Einar Sverrisson var markahæsti leikamaður vallarins með 15 mörk í liði Selfyssinga.

Markmenn Selfyssinga vörðu samtals 7 skot.

Næsti leikur

Staðan er 2-2 í einvíginu þannig að næsti leikur verður oddaleikur á Selfossi á miðvikudagskvöld kl. 20.

Haukar töpuðu fyrir ÍBV í Eyjum og eru Eyjamenn búnir að tryggja sér sæti í úrslitunum.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2