FH fær nýjan markmann

Ásgeir Jónsson formaður hkd. FH og Svavar Ingi Sigmundsson

Svavar Ingi Sigmundsson, ungur og efnilegur markmaður frá KA, hefur skrifað undir þriggja ára samning við Handknattleiksdeild FH og mun ganga til liðs við félagið í sumar.

Svavar Ingi hefur leikið með öllum yngri landsliðum HSÍ og er í dag í U-21 árs landsliði Íslands.

„Svavar Ingi er einn efnilegasti markmaður landsins og erum við FH-ingar virkilega ánægðir með að fá hann í Kaplakrika,“ sagði Ásgeir Jónsson formaður Handknattleiksdeildar FH eftir undirskriftina. „Fyrstu kynni okkar af Svavari Inga eru að hér er á ferð alvöru drengur sem er með mikinn metnað og hann ætlar sér langt. Við FH-ingar munum hjálpa honum að ná sínum markmiðum,“ sagði Ásgeir að lokum.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here