Eyjamenn komnir í góða stöðu gegn Haukum

ÍBV gafst aldrei upp og náði að vinna upp sex marka forskot Haukamanna.

Haukar og ÍBV mættust í öðrum leik liðanna í undanúrslitum úrslitakeppni karla í handbolta á Ásvöllum í kvöld. ÍBV hafði betur í fyrsta leik liðanna í Eyjum, 24-22.

Leikurinn byrjaði mjög jafn en ÍBV alltaf marki á undan þangað til að tæplega níu mínútur voru eftir að fyrri hálfleik. Haukar spýttu í lófana og komust í stöðuna 15-9 fyrir lok fyrri hálfleiks eftir 9-1 kafla.

Eyjamenn komu ákveðnari inn í seinni hálfleikinn og minnkuðu þeir muninn jafnt og þétt. Eyjamenn náðu síðan að komast yfir þegar átta mínútur voru til leiksloka og héldu bara áfram að skora og sigruðu síðan með 25 mörkum gegn 22.

 

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here