Einar Rafn framlengir til þriggja ára við FH

Einar Rafn og Sigurgeir Árna handsala samninginn. - Mynd: @tromman

Einar Rafn Eiðsson undirritaði nýlega undir nýjan þriggja ára samning við Handknattleiksdeild FH. Einar Rafn hefur verið einn af allra besti leikmaður úrvalsdeildarinnar undanfarin ár og var m.a. kjörinn íþróttamaður FH árið 2018.

„Við FH-ingar erum gríðarlega ánægðir með að hafa náð samkomulagi við Einar Rafn um nýjan þriggja ára samning. Einar Rafn hefur verið einn allra mikilvægasti leikmaður liðsins undanfarin ár og á stóran þátt í því góða gengi sem liðið hefur náð síðustu tímabil. Við FH-ingar ætlum okkur að sjálfsögðu að halda áfram að berjast um alla titla á næstu árum og lítum á Einar Rafn sem lykilleikmann í þeirri vegferð,“ sagði Sigurgeir Árni Ægisson, framkvæmdastjóri handknattleiksdeildar FH eftir undirskriftina.

 

Einar Rafn og Sigurgeir Árna handsala samninginn.
Mynd: @tromman