fbpx
Föstudagur, febrúar 23, 2024
HeimÍþróttirFrjálsarGaflarinn stærsta frjálsíþróttamót FH á árinu

Gaflarinn stærsta frjálsíþróttamót FH á árinu

49 stúlkur kepptu í 60 metra hlaupi.

Þann 11. nóvember fór fram Gaflarinn í frjálsíþróttahöllinni í Kaplakrika en mótið er fyrir börn og unglinga frá 6-17 ára. Keppendur voru tæplega 500 frá 21 félagi en í fyrra voru keppendur 199 og er því um verulega fjölgun að ræða á milli ára. Það er gleðiefni að keppendur komu víðsvegar af landinu og settu Sunnlendingar sterkan svip á mótið.

Fjölmennasta greinin á mótinu var 60m hlaup stúlkna en þar tóku þátt 49 keppendur.

Tvö aldursflokkamet voru sett á mótinu en Kristján Viggó Sigfinnsson Ármanni bætti aldursflokkametið í hástökki í flokki pilta 14 ára er hann stökk yfir 1,95 m og Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir ÍR bætti aldursflokkametið í 300 m hlaupi í flokki stúlkna 16-17 ára og 18-19 ára er hún hljóp á tímanum 39,38 sekúndum.

Frjálsíþróttadeild FH þakkar öllum keppendum, foreldrum sem og starfsmönnum og sjálfboðaliðum fyrir ánægjulegt mót og hlakkar til mótsins að ári.

Mynd: Aðsend

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2