Bikarkeppni FRÍ fer fram í Kaplakrika

Arna Stefanía Guðmundsdóttir nældi sér í brons nú á dögunum á Evrópumóti 23 ára og yngri. Ljósmynd: Magnús Haraldsson
  1. Bikarkeppni FRÍ fer fram í Kaplakrika í Hafnarfirði nú á laugardaginn. Í fyrra sigraði FH heildar stigakeppnina eftir harða baráttu við ÍR en þá hlaut FH 149 stig en ÍR 136 stig. FH sigraði þá einnig stigakeppnina í karla-og kvennaflokki.

Sex lið skráð til leiks í ár:

  1. Breiðablik
  2. Fjölelding
  3. FH
  4. ÍR
  5. HSK
  6. Ármann

Fremsta frjálsíþróttafólk landsins mun taka þátt á mótinu og má búast við hörkukeppni í ýmsum greinum.

  • Ná Björgvin Brynjarsson Breiðabliki og Ívar Kristinn Jasonarson ÍR að veita Íslandsmeistaranum Ara Braga Kárasyni FH keppni í 100 m karla?
  • Arna Stefanía Guðmundsdóttir FH keppir í 100 m grindahlaupi og 400 m hlaupi.
  • Hörkukeppni verður í spjótkasti karla en þar eru þeir Örn Davíðsson FH. Sindri Hrafn Guðmundsson Breiðabliki og Guðmundur Sverrisson ÍR skráðir til leiks.
  • Ívar Kristinn Jasonarson ÍR og Kormákur Ari Hafliðason FH munu berjast um sigur í 400 m hlaupi karla.
  • Þorsteinn Ingvarsson ÍR og Kristinn Torfason FH berjast sín á milli í þrístökki karla.

Mótið stendur yfir frá kl. 13-15 en keppt er í mörgum greinum og því um mjög áhorfendavænt mót að ræða.

Hér er hægt að sjá kepnnisgreinar mótsins.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here