Öruggur sigur á Stjörnunni og FH er komið í undanúrslit

Frá leik FH og Stjörnunnar í dag.

FH tók í dag á móti Stjörnunni í átta liða úrslitum bikarkeppni karla í knattspyrnu á Kaplakrikavelli.

Steve Lennon kom FH yfir á 24. mínútu og rétt fyrir lok fyrri hálfleiks bætti fyrrum Stjörnumaðurinn, Ólafur Karl Finsen, öðru marki við fyrir FH. Ólafur átti svo skot í stöng á 54. mínútu en á 57. mínútu skoraði Þórir Jóhann Helgason beint úr aukaspyrnu.

Sigur FH var afar sannfærandi og greinilegt að nýir þjálfarar hafa haft góð áhrif á liðið.

FH mætir svo Breiðabliki í úrvalsdeildinni á sunnudag í Kaplakrika kl. 16.30.

Ummæli

Ummæli