Mikaela Nótt valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins í knattspyrnu

Mikela Nótt Pétursdóttir

Mikaela Nótt Pétursdóttir hefur verið valin í leikmannahóp U17 ára landsliðsins. Liðið leikur í milliriðli sem fram fer í Ungverjalandi 16.-25. mars n.k. en Ísland er þar í riðli með Rússlandi, Ungverjalandi og Rúmeníu. Jörundur Áki Sveinsson er landsliðsþjálfari U17 kvenna,

Mikaela sem er fædd árið 2004 og er nýorðin 16 ára gömul spilaði þrjá leiki með meistaraflokki kvenna á síðasta tímabili og hefur tekið þátt í undirbúningsleikjum meistaraflokks fyrir þetta tímabil en hún er enn gjaldgeng í 3. flokk kvenna.

Mikaela á að baki tvo leiki með U17 ára landsliðinu og þrjá leiki með U16.

Ummæli

Ummæli