fbpx
Miðvikudagur, október 9, 2024
target="_blank"
HeimÍþróttirFótboltiHreinn úrslitaleikur á morgun um sæti í úrvalsdeildinni

Hreinn úrslitaleikur á morgun um sæti í úrvalsdeildinni

FH leikur við Aftureldingu á Varmárvelli á morgun, fimmtudag kl. 19.15.

Kvennalið FH sem leikið hefur í 1. deildinni í sumar keppa á morgun, fimmtudag kl. 19.15 við Aftureldingu í Mosfellsbæ. Er leikurinn hreinn úrslitaleikur um það hvort liðið leiki í úrvalsdeildinni á næsta tímabili.

FH liðið hefur átt mjög gott tímabil og sat á toppnum undir lok tímabilsins, hafði ekki tapað leik í ellefu umferðum í röð og unnið 5 leiki í röð. Liðið gerði þá jafntefli við Grindavík sem var neðarlega í deildinni og tapaði svo illilega fyrir Víkingi Reykjavík, 2-4 en liðið var þá 11 stigum á eftir FH.

Þetta gerði að FH var komið í mjög erfiða stöðu, komið í þriðja sætið, stigi á eftir Aftureldingu og þremur stigum á eftir KR sem þegar er búið að tryggja sér veru í úrvalsdeildinni.

FH þarf því nauðsynlega að sigra á morgun, vilji liðið leika í deild þeirra bestu sem það virðist hafa alla burði til að gera.

FH og Afturelding léku síðast saman 9. júlí sl. og endaði leikurinn þá með jafntefli, 1-1.

Leikurinn er á Varmárvelli á morgun, fimmtudag kl. 19.15.

100 leikja klúbburinn

Síðastliðinn laugardag, í leik FH-inga á móti Víking, voru fjörum leikmönnum í meistaraflokki veittar viðurkenningar fyrir að hafa spilað yfir 100 leiki fyrir FH.

Erna Guðrún, Margrét Sif, Sigrún Ella og og Selma Dögg. – Ljósmynd: J.L.Long.

Það voru þær Erna Guðrún Magnúsdóttir sem var að spila sinn 141. leik, Margrét Sif Magnúsdóttir sem lék seinn 105. leik og Sigrún Ella Einarsdóttir sem lék sinn 121. leik fyrir félagið. Selma Dögg Björgvinsdóttir lék svo sinn 100 leik á laugardaginn.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2