Góður sigur FH kvenna á Grindavík – MYNDASAFN

Aðeins annar sigur FH í úrvalsdeildinni í sumar.

FH og Grindavík áttust við í úrvalsdeild kvenna í knattspyrnu í gær á Kaplakrikavelli.

FH konur byrjuðu vel og eftir aðeins tveggja mínútna leik hafði Úfa Dís Kreye komið FH yfir með góðu skoti. Leikurinn var síðan nokkuð jafn út hálfleikinn.

FH voru síðan mun betri í seinni hálfleiknum og mun nær því að skora en Grindavík og hafði markmaður Grindavíkur nóg að gera. Snemma í fyrri hálfleik meiddist Marjani Hing-Glover, bandarískur framherji FH illa á ökkla eftir baráttu við varnamann og var ekið með sjúkrabíl á spítala. Virtust meiðslin alvarleg.

Fleiri mörk voru ekki skoruð og FH vann sinn annan sigur í vetur og náði að lyfta sér úr botnsætinu. Var mikil barátta í liðinu og sterk vörn sem getur gefið fyrirheit um bættan árangur.

Ljósmyndari Fjarðarfrétta tók myndir í seinni hálfleiknum sem sjá má hér.

Ummæli

Ummæli