fbpx
Laugardagur, maí 18, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH stelpur á uppleið - Myndir

FH stelpur á uppleið – Myndir

Léku Fylki, sem sat í þriðja sæti, grátt.

FH sigraði Fylki á heimavelli rétt í þessu 3-1.

Phoenetia Brow­ne, besti leikmaður FH, skoraði fyrsta mark FH á 26. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti Helena Ósk Hálfdánardóttir öðru marki við. Fylkir minnkaði muninn með marki Bryndísar Örnu Níelsdóttur á 66. mínútu en 8 mínútum síðar jók FH forskotið aftur í tvö mörk með marki Andreu Mist Pálsdóttur úr víti.

Þetta var mikilvægur sigur fyrir FH sem var fyrir leikinn í botnsæti en bætti stöðu sína í síðasta leik með sætum 4-2 sigri á KR. Sigurinn var enn sætari fyrir það að Fylkir var í þriðja sæti í deildinni með 19 stig en FH var í næst neðst með 9 stig.

FH er þá komið með 12 stig og er í 8. sæti, einu stigi á eftir Þrótti R.

 

 

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2