fbpx
Þriðjudagur, júní 25, 2024
HeimÍþróttirFótboltiFH komið með sex stiga forystu - MYNDIR

FH komið með sex stiga forystu – MYNDIR

FH tók á móti Fjölni í Lengjudeildinni í knattspyrnu kvenna í gær í Kaplakrika.

FH var fyrir leikinn með 3ja stiga forystu á toppnum og með leik til góða á næstu lið en Fjölnir var í neðsta sæti með aðeins 4 stig eins og Haukar.

FH var í nær stöðugri sókn allan leikinn en það var þó Fjölnir sem átti besta færið í fyrri hálfleik er boltinn small í markslána hjá FH. Reyndar hafði markmaður FH mjög lítið að gera í öllum leiknum.

En þrátt fyrir mikla yfirburði gekk erfiðlega að skora mark. Fjölniskonur fjölmenntu í vörninni og gerðu FH-ingum erfitt fyrir.

En það var svo á 70. mínútu er Kristín Schurr var með boltann upp við endamörk vallarins hægra megin og virtist vera að gefa boltann fyrir markið en boltinn var það aftarlega að hann small rétt inn fyrr markstöng Fjölnis og FH var komið yfir 1-0. Hefur Kristín skorað 7 mörk.

Þrátt fyrir harða sókn FH tókst leikmönnum liðsins ekki að skora fleiri mörg og leiknum lauk með 1-0 sigri FH sem þá náði 6 stiga forystu á topnnum með 32 stig þegar 6 umferðir eru eftir.

FH liðið hefur ekki tapað leik, unnið 10 leiki og gert 2 jafntefli.

Shaina Faiena Ashouri er markahæst FH-inga með 7 mörk eftir 7 leiki, Telma Hjaltalín Þrastardóttir er næst markahæst með 6 mörk eftir 11 leiki. Kristín er í þriðja sæti með 6 mörk.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2