FH karlar á sigurbraut í fótboltanum

Steven Lennon skorað tvö mörk gegn Breiðabliki.

FH sigraði Breiðablik á heimavelli 3-1 í dag og er komið upp að hlið Breiðabliki og situr í 4. sæti, með jafnmörg stig og Breiðablik en á leik til góða.

Steven Lennon skoraði tvö mörk í leiknum og Atli Guðnason átti góða innkomu fyrir FH og skoraði eitt af löngu færi.

FH mætir Víkingi R. á fimmtudag og með sigri kemst liðið upp fyrir Breiðblik og Stjörnuna sem þó á leik við Val á sunnudag til góða.

Í dag er Valur á toppnum með 31 stig eftir 13 umferðir, Stjarnan í 2. sæti með 24 stig eftir 12 umferðir, Breiðablik í 3. sæti með 23 stig eins og FH sem nú situr í 4. sæti.

Hefur FH unnið 3 síðustu leiki sína, tvo í deildarkeppninni og einn í bikarkeppninni, skorað í þeim 10 mörk og fengið aðeins 2 á sig.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here