Elín Klara og Heimir Óli eru íþróttamenn Hauka 2022

Fulltrúi Heimi, Elín Klara Þorkelsdóttir, og Kristján Ó. Davíðsson, þjálfari Hauka 2022.

Elín Klara Þorkelsdóttir, handboltakona, er íþróttakona Hauka 2022 og Heimir Óli Heimisson, handboltamaður, er íþróttakarl Hauka 2022. Þetta var tilkynnt á fjölmennri viðurkenningarhátíð Hauka nú í hádeginu á gamlársdag.

Magnús Gunnarsson, formaður Hauka, stýrði hátíðinni og fór yfir öflugt starf félagsins.

Öll sem tilnefnd voru til íþróttakonu, íþróttakarls og þjálfara Hauka 2022.

Tilnefningar komu fá öllum fimm deildum Hauka, almenningsíþróttadeild, karatedeild, körfuknattleiksdeild, knattspyrnudeild og handknattleiksdeild.

Eftirfarandi voru tilnefnd:

  • Kristín Fjóla Sigþórsdóttir – fótbolti
  • Eva Margrét Kristjánsdóttir – karfa
  • Ísold Elísa Hlynsdóttir – karate
  • Elín Klara Þorkelsdóttir – handbolti
  • Erla Skaftadóttir – skokk
  • Milos Peric – fótbolti
  • Orri Gunnarsson – karfa
  • Dagur Örn Antonsson – karate
  • Heimir Óli Heimisson – handbolti
  • Ragnar Ingi Magnússon – skokk