132 verðlaunapeningar til SH á Akranesleikunum

Undirbúningur fyrir aldursflokkamótið

Öflugur sundhópur SH-inga

Sundfélag Hafnarfjarðar tók þátt á Akranesleikunum síðastliðna helgi eins og vaninn hefur verið síðustu ár sem undanfari að Aldursflokkameistaramóti Íslands (AMÍ).

Stemmningin í hópnum var gríðarlega góð en í honum mátti finna sundmenn frá yngstu keppnisflokkum að stíga sín fyrstu skref og upp í eldri og reynslumeiri sundmenn sem keppa á erlendri grundu fyrir hönd Íslands.

SH-ingarnir komu hressir og samheldnir inn í keppni strax á föstudag og persónulegar bætingar og medalíur byrjuðu að flæða inn hjá hópnum. En þess má til gamans geta að þegar mótinu lauk á sunnudag höfðu krakkarnir alls rakað inn 56 gull-, 43 silfur- og 33 bronsverðlaunapeningum, 206 sinnum bættu krakkarnir sína bestu tíma og eins og sést á þessum árangri þá gerðu þau sér einnig lítið fyrir og unnu stigabikarinn með miklum yfirburðum. Katarína Róbertsdóttir úr SH vann svo titilinn stigahæsti sundmaður mótsins.

Ummæli

Ummæli