fbpx
Fimmtudagur, janúar 27, 2022

Virðingarleysi gagnvart gangandi vegfarendum

Um leið og hola myndast í malbiki rignir inn kvörtunum og veghaldarar hlaupa til og gera við, a.m.k. til bráðabirgða. Allt er gert til að halda götum opnum og öllum hindrunum er snarlega rutt úr vegi.

Það sama á ekki við um gangstéttar og gangstíga en gangandi vegfarendur verða oft fyrir miklum óþægindum þegar aðgangur þeirra að gangstéttum er hindraður. Bílum er gjarnan lagt uppi á gangstéttum, við framkvæmdir eru gangstéttar oft notaðar sem vinnusvæði og það er eins og enginn sé að flýta sér þegar laga þarf gangstéttir eftir framkvæmdir.

Á Flatahrauni er tiltölulega nýleg gangstétt sunnan við Flatahraun og nær hún að bæjarmörkum Garðabæjar. Þegar framkvæmdir við knatthús í Kaplakrika hófst var reist girðing á lóðarmörkum og að sjálfsögðu náðu fætur girðingarinnar inn á gangstéttina.

Svona girðingar geta verið varasamar fyrir gangandi vegfarendur í roki enda ekki gengið nógu vandlega frá þeim

Nú hafa girðingarnar legið á gangstéttinni í nokkurn tíma að sögn lesanda Fjarðarfrétta sem oft fer þarna um og hefur ekki getað notað gangstéttina. Á þessu bera framkvæmdaaðilar ábyrgð en þeir hafa greinilega ekki fylgst með girðingunum fyrst þær liggja svona á gangstéttinni.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,320AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar