fbpx
Laugardagur, september 7, 2024
HeimFréttirVill að yfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ fækki sílamávum

Vill að yfirvöld í Hafnarfirði og Garðabæ fækki sílamávum

Sverrir Thoroddsen, íbúi á Norðurbakkanum hefur ritað bæjaryfirvöldum í Hafnarfirði og í Garðbæ póst þar sem hann óskar eftir því að bæjarfélögin Garðabær og Hafnarfjörður geri atlögu að því að grisja eða halda niðri sílamávsstofninum á svæðum bæjarfélaganna.

Í bréfinu segist hann sérstaklega vera með í huga sílamávsvarpið á Garðaholti og sílamávsgerið við lækinn í Hafnarfirði. „Garðavegurinn er vinsæl göngu- og trimmleið en mávurinn er mjög uppáþrengjandi og hvimleiður,“ segir Sverrir. „Hann hangir gaggandi yfir manni og steypir sér að manni stóran hluta leiðarinnar frá Hrafnistu að Garðakirkju.“

Þá segir hann mávinn terroriseri bæði aðra fugla og menn við Lækinn í Hafnarfirði. Bendir hann á að nú í vetur hafi mátt sjá sjaldgæfa fugla á læknum eins og t.d. skeiðönd og sefhænu. Fuglar af þessu tagi dragi að sér mannlíf og auki útivistargildi svæðisins en sílamávurinn skemmi fyrir.

Vill hann að reynt verði að steypa undan varpi sílamávsins í Garðaholti og gert verði átak í að setja stungubrodda á ljósastaura og húsmæna þar sem þessi mávur er pest. Þetta eigi ekki síst við um hús og ljósastaura við Lækinn í Hafnarfirði.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2