fbpx
Laugardagur, febrúar 24, 2024
HeimFréttirViðskiptiNýr 15 m Cleopatra 50 bátur afhentur frá Trefjum

Nýr 15 m Cleopatra 50 bátur afhentur frá Trefjum

Þriðji báturinn af sömu gerð sem útgerðin fær frá Trefjum

Útgerðarfélagið Einhamar ehf. í Grindavík fékk í síðustu viku afhentan nýjan yfirbyggðan Cleopatra 50 beitningavélarbát frá Bátasmiðjunni Trefjum í Hafnarfirði.

Nýji báturinn heitir Vésteinn GK 88. Báturinn er 15 metrar á lengd og mælist 30 brúttótonn.  Vésteinn er systurskip Gísli Súrssonar GK 8 og Auðar Vésteins SU 88 sem útgerðin fékk afgreidda frá Trefjum 2014.

Bátarnir eru allir gerðir út á krókaaflamarki.  Theodór Ríkharðsson verður skipstjóri Vésteini.

  • Aðalvél bátsins er af gerðinni Doosan 4V222TI 880hö (22L) tengd frístandandi ZF 665 V-gír.
  • Rafstöð er af gerðinni Broadcrown 100hö frá Aflhlutum.
  • Báturinn er útbúinn siglingatækjum af gerðinni JRC og Raymarine frá Sónar ehf.
  • Báturinn er einnig útbúin með vökvadrifnum hliðarskrúfum að framan og aftan sem tengdar eru sjálfstýringu bátsins.
  • Báturinn er útbúinn til línuveiða.  Beitningavél, rekkakerfi og línuspil er frá Mustad í Noregi.
  • Búnaður á dekki er frá Stálorku.
  • Ísvél og forkælir er frá Kælingu ehf.
  • Löndunarkrani á er af gerðinni TMP frá Ásafli ehf.
  • Lífbátar og annar öryggisbúnaður bátsins kemur frá Viking.

Rými er fyrir allt að fjörutíuogeitt 460 lítra kör í lest.  Millidekk er lokað með aðgreindu dráttarrými.  Í bátnum er upphituð stakkageymsla, stór borðsalur er í brúnni, svefnpláss er fyrir fimm í lúkar auk fullkominnar eldunaraðstöðu með eldavél, bakarofni, örbylgjuofn, ísskáp og uppþvottavél.

Báturinn er útbúinn til lengri útiveru ef þarf og aðbúnaður um borð fyrir áhöfn í takt við það.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2