fbpx
Miðvikudagur, febrúar 21, 2024
HeimFréttirAtvinnulífVerslun Krónunnar var sótthreinsuð eftir að starfsmaður greindist með Covid-19

Verslun Krónunnar var sótthreinsuð eftir að starfsmaður greindist með Covid-19

Starfsmaðurinn vann ekki við afgreiðslu

Fimm starfsmenn Krónunnar á Flatahrauni voru sendir í sóttkví í kjölfar smits eins starfsmanns verslunarinnar.

Starfsmaðurinn sem smitaðist vann ekki við afgreiðslu og var því ekki í mjög nánu samneyti við viðskiptavini, skv. upplýsingum Hjördísar Elsu Ásgeirsdóttur hjá Krónunni.

„Eldsnemma í morgun var teymi sem sótthreinsaði verslunina hátt og lágt og því opnaði verslunin okkar í Flatahrauni seinna í morgun, eða um kl. 11,“ sagði Hjördís í svari til Fjarðarfrétta.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2