Vélhjól og fólksbifreið lentu í árekstri á gatnamótum Fjarðarhrauns og Reykjanesbrautar á tólfta tímanum í morgun, en þar eru ljósastýrð gatnamót.
Vélhjólamaðurinn slasaðis en meiðslin eru talin minniháttar og var hann fluttur á sjúkrahús.
Lögreglan upplýsir að bifreiðinni hafi verið ekið gegn rauð ljósi með þessum afleiðingum.