Tveir bílar í árekstri við strætó á stoppistöð

Frá árekstrinum. Ljósmynd: Fjarðarfréttir - Emelía Ósk Kristjánsdóttir.

Fyrir skömmu ók ökumaður litlum bíl sínum aftan á strætisvagn þar sem hann var stopp á biðstöð gegnt Ásvallalaug. Í kjölfarið kom svo annar ökumaður á litlum bíl og ók hann aftan á litla bílinn sem þegar hafði ekið á strætisvagninn.

Enginn virðist hafa meiðst í árekstrinum og tjón ekki stórvægileg á bílunum.

Biðstöðin er stuttu eftir að ekið er út úr hringtorgi svo vart hafa bílarnir verið á mikilli ferð.

Ljósmynd: Fjarðarfréttir – Emelía Ósk Kristjánsdóttir.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here