fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirTryggvi Rafnsson er nýr formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Tryggvi Rafnsson er nýr formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði

Nýtt merki Samfylkingarinnar var formlega tekið í notkun í Hafnarfirði sl. laugardag

Tryggvi Rafnsson var kosin nýr formaður Samfylkingarinnar í Hafnarfirði á aðalfundi félagsins sl. mánudag.

Tekur hann við af Jóni Grétari Þórssyni sem var þökkuð ómetanleg störf í þágu félagsins.

Nýja stjórn skipa auk Tryggva: Gauti Skúlason, Helena Mjöll Jóhannsdóttir, Hildur Guðmundsdóttir, Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, Jón Grétar Þórsson, Kolbrún Lára Magnúsdóttir og Ófeigur Friðriksson.

Tryggvi tekur við formennskunni undir nýju merki Samfylkingarinnar, rauðri rós, en merkið var samþykkt á vorfundi flokksstjórnar sem haldinn var í Kaplakrika sl. laugardag. Tillaga um nýtt merki var lögð fram af formanni stjórnar verkalýðsmálaráðs flokksins og samþykkt á landsfundi Samfylkingarinnar síðasta haust en formlega afhjúpuð í Hafnarfirði sl. laugardag.

„Rósin er klassísk og sterk í einfaldleika sínum. Samhliða nýju merki tekur Samfylkingin síðan í gagnið nýtt heildarútlit með nýjum lit, nýrri leturgerð og nýrri hönnun. Þar er rauði liturinn mest áberandi — enda einkennislitur jafnaðarmennsku um allan heim.“

 

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2