Föstudagur, ágúst 29, 2025
HeimFréttirÞau fengu hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Þau fengu hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar

Steinar Stephensen og Ægir Magnússon, skákupphafsmenn í Hvaleyrarskóla, hlutu hvatningarverðlaun Foreldraráðs Hafnarfjarðar 2025 nýlega.

Steinar og Ægir fengu verðlaunin fyrir að efla skákmenningu innan Hvaleyrarskóla.

Steinar Stephensen og Ægir Magnússon með verðlaunin

Bára Fanney fékk sérstök verðlaun foreldraráðsins fyrir starf Hauka fyrir Special Olympics en Haukar áttu tvö lið á alþjóðlegu móti í Svíþjóð.

Vel á fimmta tug einstaklinga voru tilnefndir í ár og hafa aldrei verið fleiri.

Stella Björg Kristinsdóttir

Stella Björg Kristinsdóttir, fagstjóri forvarna- og frístundastarfs, sagði frá fundarröðinni „Við erum þorpið“, fundarröð um líðan og öryggi ungs fólks. Hún lagði áherslur á að áhrifaríkar aðferðir þurfi að vera unnar heildrænt og í samstarfi við foreldra og nærsamfélagið.

Vala Steinsdóttir

Vala Steinsdóttir, formaður Foreldraráðs Hafnarfjarðar hélt einnig erindi.

Nemendur úr Setbergsskóla sýndu atriði úr söngleiknum School of Rock – nemendur úr Setbergsskóla

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2