Svitnuðu til góðs fyrir börn í Úganda

Helena Björk Jónsdóttir, Gyða Eiríksdóttir, og Gunnar Pétur Harðarson.

Í gær, föstudag var styrktartími fyrir CHCC – child health community center samtökin. Það eru þrír þjálfarar þjálfara á líkamsræktarstöðinni Hress sem stóðu fyrir tímanum, þau Gyða Eiríksdóttir, Helena Björk Jónsdóttir og Gunnar Pétur Harðarson.

Safnað var fyrir næringarkexi fyrir munaðarlaus börn en mikinn næringarskortur er meðal barna í Úganda.

Fullt var í tímann og voru tæplega 70 manns saman komin til að svitna til góðs.

Kennt var í þremur sölum og færðust iðkendur á milli sala; spinningsalar, æfingasalar og heits salar.

Child health community center samtökin

Child health community centre eru góðgerðasamtök, rekin af sjálfboðaliðunum bæði á Íslandi og í Norður-Úganda. Tilgangur og markmið félagsins er að betrumbæta líf munaðarlausra barna, barna sem hafa verið yfirgefin og barna sem eiga líkamlega og/eða andlega fatlaða foreldra, og börnum sem koma frá mjög fátækjum heimilum í norður Úganda.

Heil kynslóð hefur verið nánast þurrkuð þar út vegna LRA sem í rændi börnum, notaði þau sem barnaþræla og sem hermenn og tóku líf margra foreldra eða skildi þau eftir sum án útlima. Mikið af fólki á þessu svæði berst ennþá við áfallastreitu röskun eftir að hafa lifað af stríðið, misst fjölskylduvini, maka, foreldra, börn og hveljast því en.

CHCC samtökin á Íslandi útvega börnum á skrá hjá CHCC í norður Úganda stuðningsforeldra frá Íslandi. Þau styrkja barn með mánaðarlegu framlagi sem notað er til að útvega barni hreint drykkjarvatn og matarbirgðir fyrir mánuð, það fær heilsufarsskoðun þar sem fylgst er malaría er greind og barnið fær fatnað og skó.

Tilgangur og markmið félagsins er ekki einungis að betrumbæta líkamleg heilsu barna, heldur erum við með þá sérstæðu sem hjálparsamtök að mynda tilfinningatengsl milli barns og stuðningsforeldris.

Styrktarreikningur CHCC samtakana er: 0133-15-1008 kt. 590721-1070.

Ummæli

Ummæli