fbpx
Þriðjudagur, janúar 18, 2022

Svifryk mest í heilsubænum Hafnarfirði á nýársnótt

Svifryk er mælt á ýmsum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og eru tvær mælistöðvar í Hafnarfirði, á Hvaleyrarholti og við Norðurhellu.

Á stöðinni á Hvaleyrarholti er svifryk sem er minna en 10 míkrómetrar og minna en 2,5 míkrómetrar að stærð mælt en 2,5 míkrómetrar en til samanburðar er mannshár um 50-70 míkrómetrar.

Mesta mengunin á höfuðborgarsvæðinu mældist á Hvaleyrarholti kl. 01 á nýársnótt þar sem 1.140 míkrógrömm á rúmmetra mældust af svifryki minna en 10 míkrómetrar og 1.348,3 míkrógrömm af sviryki minna en 2,5 míkrómetrar.

Á mælistöð í Húsdýragarðinum í Reykjavík mældust 1.028,8 míkrógrömm af svifryki stærra en 10 míkrómetrar kl. 03 „en aðeins“ 418,6 µg kl. 01 sem er samt yfir heilsumörkum.

Í Dalsmára í Kópavogi mældist mengunin mest 800,7 µg af stærsta svifrykinu, 698,8 µg af svifryki minna en 2,5 µm og 682 µg af svifryki minn en 1 µm.

Kl. 16 í dag mældust gildin á Hvaleyrarholti 5,8 µg/m³ og 4,0 µg/m³.

Ummæli

Ummæli

Tengdar fréttir

Fylgjstu með

3,319AðdáendurLíka við
53FylgjendurFylgja
0áskrifendurGerast áskrifandi
- Auglýsing -spot_img

Nýjustu greinar