fbpx
Fimmtudagur, desember 12, 2024
target="_blank"
HeimFréttirStarfshópur skipaður um uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk í Hafnarfirði

Starfshópur skipaður um uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk í Hafnarfirði

Skipaður hefur verið starfshópur um undirbúning að frekari uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk í Hafnarfirði.

Áberandi hefur verið undanfarið hversu margir eldri Hafnfirðingar, sem hafa ákveðið að minnka við sig, hafa leitað út fyrir bæjarfélagið og hefur Urriðaholtshverfið verið mjög vinsælt. Hefur fólk kvartað yfir því að ekki sé nægilegt framboð af áhugaverðu húsnæði í Hafnarfirði.

Meginverkefni hópsins er:

  • Að móta tillögur varðandi uppbyggingu á íbúðum fyrir eldra fólk í Hafnarfirði.
  • Að leita leiða sem gerir eldra fólki mögulegt að búa lengur í sjálfstæðri búsetu.
  • Skoða bestu leiðir við uppbyggingu húsnæðis og þjónustu fyrir eldra fólk við skipulagningu nýrra byggingasvæða.

Starfshópurinn skal í störfum sínum leita eftir virku samráði við öldungaráð og Félag eldri borgara í Hafnarfirði.

Starfshópinn skipa þau:

  • Helga Ingólfsdóttir frá Sjálfstæðisflokki.
  • Garðar Smári Gunnarsson frá Framsóknarflokki.
  • Valgerður María Guðmundsdóttir frá Samfylkingunni.

Tillögur, með hliðsjón af meginverkefnum hópsins, skal áætlað að liggi fyrir og séu kynntar
fyrir fjölskylduráði í maí 2025.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2