Miðvikudagur, ágúst 20, 2025
HeimFréttir „Sofðu vel“ varar eldra fólk við hættum svefnlyfja

 „Sofðu vel“ varar eldra fólk við hættum svefnlyfja

Átak sem nefnist „Sofðuvel“ var hrundið af stað 10. mars með fundi með heilbrigðisráðherra.

Átakinu er ætlað að vekja athygli á hættum af notkun svefnlyfja fyrir eldri borgara, sérstaklega um skammvinn áhrif svefnlyfja og hætturnar af svefnlyfjanotkun og bæta gæði svefns án svefnlyfja.

Verkefninu er stjórnað af Hafnfirðingnum Önnu Birnu Almarsdóttur prófessor og hefur hún með sér hóp frá Landssambandi eldri borgara í skipulagningu og framkvæmd í íslensku þjóðfélagi.

Svefnlyf eru aðeins ætluð til notkunar í skamman tíma

„Margir vita ekki að svefnlyf virka lítið og eru aðeins ætluð til notkunar í skamman tíma,“ segir Anna Birna. „Þau hjálpa fólki að sofna að meðaltali 7 mínútum fyrr en án þeirra og mest notuðu svefnlyfin gagnast einungis í 4 vikur. Hins vegar geta svefnlyf haft alvarlegar hættur í för með sér og neikvæð áhrif á heilsu, jafnvægi og daglegt líf. Einstaklingar sem reyna að hætta svefnlyfjanotkun gefast oft upp því þeir sofa verr við það. Þau telja sig því þurfa svefnlyf á hverri nóttu, en gætu verið föst í vítahring svefnlyfjanotkunar. Það þarf að minnka skammt svefnlyfja afskaplega hægt til að komast út úr þessum vítahring.“

Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja

Ísland er hástökkvari í notkun svefnlyfja samkvæmt norrænni úttekt frá árinu 2020. Þetta ár notuðu Íslendingar rúmlega 6 sinnum meira af algengustu svefnlyfjunum en Danir og næstum 2svar sinnum meira en Norðmenn, sem voru næst okkur í notkun.

Árið 2024 fengu 6,7% allrar þjóðarinnar lyfseðil fyrir algengustu svefnlyfin (þekkt sem Stilnoct, Imovane og Imomed).

Notkun svefnlyfja fer hækkandi með aldri og fengu meira en þriðjungur þeirra sem eru orðnir 80 ára og nær fjórðungur þeirra sem eru 67-79 ára fengu svefnlyf á síðasta ári.

„Því er brýnt að vekja eldri borgara til vitundar um skaðsemi lyfjanna og hvetja þau sem nota lyfin til að minnka skammta og hætta að lokum alveg á lyfjunum í samstarfi við heilbrigðisstarfsfólk,“ segir Anna Birna.

Haldbærari lausn

Vitundarvakningin leggur til haldbærari lausnir til að vinna á svefnvanda og ná gæðasvefni. Þar er Hugræn atferlismeðferð við svefnvanda (HAM-S) talin vera besti kosturinn fyrir þá sem vilja hætta á lyfjunum og jafnframt bæta svefninn.

Bæklingar sem fræða um svefn og svefnlyf eru fáanlegir á heilsugæslustöðvum og í apótekum um land allt.

Af vefnum Sofðu vel. – Smelltu á myndina til að fara á vefinn.

Allir sem hafa áhuga á efninu eru hvattir til að ná sér í þá og fræðast. Einnig er hægt að nálgast upplýsingar á vefsíðunni sofduvel.is.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2