Starfsfólk Stekkjaráss fékk viðurkenningu

Fengu viðurkenningu fyrir breytta menningu í útiveru barna á leikskólalóðinni

Leikskólabörn að leik á Stekkjarási

Nú á dögunum hlaut starfsfólk leik­skólans Stekkjaráss viðurkenningu fræðslu­ráðs Hafnarfjarðar. Viður­kenn­ing­una fékk starfsfólkið fyrir breytta menningu í útiveru barn­anna á lóð leikskólans.

Upphaf breyttrar menningar má rekja til hugmynda starfs­manns Stekkjaráss sem er í námi til M.ed. gráðu í leikskólakennara­fræðum. Þessi nemi vildi skoða hvernig hann gæti haft áhrif á menningu leikskólans í útiveru á lóð leikskólans og kom með þá hugmynd til starfsfólks að boðið yrði upp á svo kallaðar útistöðvar tvisvar í mánuði.

Leikið með skugga

Þátttaka og jákvætt viðhorf starfs­fólksins alls sýndi sig með fádæma góð­um undirtektum og virkni á útistöðva­dögum sem hafa einnig yfir­færst á virkni og námsframboð í útiveru í garði alla daga.

Meðal útisöðva má nefna vatnsveitu, froðudiskó, leik með skugga, útikeilu, drullumall, sápukúlur, flugdreka, stafaþrautir og björgunarsveitastöð.

Ummæli

Ummæli

Skilja eftir athugarsemd

Please enter your comment!
Please enter your name here