fbpx
Fimmtudagur, júní 13, 2024
HeimFréttirAtvinnulífSkólar ehf. segja upp samningi um rekstur leikskólans Hamravalla

Skólar ehf. segja upp samningi um rekstur leikskólans Hamravalla

Fræðsluráð samþykkti á fundi sínum sl. miðvikudag að Hafnarfjarðarbær yfirtaki rekstur heilsuleikskólans Hamravalla eftir að rekstraraðili skólans, Skólar ehf. sagði upp samningi um rekstur hans.

Með því vill fræðsluráð tryggja óbreyttan rekstur og starfssemi og vísaði til bæjarstjórnar til endanlegs samþykkis. Var Skólum ehf þakkað fyrir samstarfið í fundargerð ráðsins.

Færri börn meðal ástæðna

Guðmundur Pétursson stjórnarformaður og framkvæmdastjóri Skóla ehf. segir í svari til Fjarðarfrétta ástæðuna í grunninn breyttar rekstrarforsendur, færri börn og vilji til þess að leggja áherslu á uppbyggingu á starfi í öðrum þeim skólum sem Skólar ehf. sjá um rekstur á.

Ummæli

Ummæli

Tengdar greinar
- H1 -

Nýjustu greinar

H2